Hide

Lægð yfir landinu

/problems/iceland.laegdyfirlandinu/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Já fínt, já sæll. Er lægð yfir landinu eða!?

Siggi er að verða alveg brjálaður á vonskuveðrinu sem hefur geisað yfir landið undanfarið. Hann komst að því að þetta var allt þessum árans lægðum að kenna, en lægðir myndast þar sem loftþrýstingur er minni en loftþrýstingur í kring.

Á morgun langar hann að fara út að leika, en er hræddur um að það verði lægð yfir landinu. Á vedur.is fann hann Siggi spákort af Íslandi sem var búið að skipta upp í reiti, en hver reitur sýnir loftþrýstinginn á því svæði á morgun. Getur þú aðstoðað Sigga að finna hvort það sé einhver lægð á spánni fyrir morgundaginn?

Reitur á spákortinu inniheldur lægð ef loftþrýstingurinn á reitnum er minni en loftþrýstingurinn á öllum fjórum reitunum í kring, fyrir neðan, ofan, vinstra megin og hægra megin (ekki á ská). Athugið að reitir sem eru á jaðarnum innihalda ekki lægð þar sem þeir hafa ekki fjóra reiti í kring.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($3 \leq n,m \leq 50$), fjöldi raða og fjöldi dálka á spákortinu.

Síðan koma $n$ línur, ein fyrir hverja röð, þar sem hver lína inniheldur $m$ heiltölur, eina fyrir hvern dálk. Hver tala táknar loftþrýsting í millibörum á þeim reit, og eru á bilinu $1$ upp í $10^9$. Spákortið mun aldrei innihalda tvo reiti hlið við hlið sem hafa nákvæmlega sama loftþrýsting.

Úttak

Skrifið út Jebb ef það er lægð á spákortinu, en Neibb ef það eru engar lægðir.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$n = 3$, $m = 3$

2

35

$n = 3$

3

45

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3 5
1 2 3 4 5
1 4 6 3 5
1 2 3 4 5
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
6 5
10 12 10 16 14
12 14 15 17 15
13 15 18 18 16
13 15 19 18 17
10 14 16 15 10
10 12 20 13 10
Neibb
Sample Input 3 Sample Output 3
6 5
10 12 13 16 14
12 14 15 17 15
13 15 18 18 16
13 15 14 18 17
10 13 16 15 10
10 12 15 13 10
Jebb
CPU Time limit 1 second
Memory limit 1024 MB
Author
Bjarki Ágúst Guðmundsson
Source Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2020
License Creative Commons License (cc by-sa)

Please log in to submit a solution to this problem

Log in